12 Keflvíkingar lögðu land undir fót og kepptu á Opna Skoska Meistaramótinu nú um helgina. Þetta mót hefur verið vinsælt hjá deildinni síðustu ár og árangurinn lét ekki á sér standa.

Hópurinn vann til 9 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 8 bronsverðlauna, auk þess var Helgi Rafn Guðmundsson valinn besti keppandi mótsins í tækni og liðið var í 3. sæti yfir heildarárangur í tækni og 2. sæti í bardaga.

 

Verðlaun á Scottish Open

Alexander – Silfur í bardaga
Andri – 2x brons í bardaga
Ágúst – gull í bardaga 1x silfur í parapoomsae 1x silfur í hópapoomsae 1x brons í einstaklingspoomsae
Daníel Aagard – Gull og silfur í bardaga,
Daníel Arnar – Silfur og brons í bardaga, brons í einstaklingspoomsae, silfur í para, silfur í hópa
Davíð – Gull í bardaga
Eyþór – 2x gull í bardaga
Helgi – Gull í einstaklingspoomsae, brons í hópa. Vann Best of the best í poomsae á mótinu
Jón Steinar – brons í bardaga, gull í poomsae 2. sæti í best of the best poomsae lægri
Svanur – gull í bardaga, silfur í einstaklings, brons í para, silfur í hópa
Vésteinn – brons í einstaklingspoomsae
Victoría – gull í bardaga

Liðið var í 3. sæti yfir heildarárangur í poomsae og 2. í bardaga.

keflavik-scottish-2016