Sæl verið þið, meðfylgjandi eru drög að flokkaskiptingum á bikarmóti 3.

Það vantaði þónokkrar skráningar inn í fyrra skjal, það á að vera komið í lag núna.

Þeir flokkar sem þarfnast samþykki allra eru merktir með gulu, að öðru leyti eru sameiningar skilgreindar sérstaklega en ekki gerð krafa um samþykki aðila.  Samþykki ekki keppendur tilteknar sameiningar í gulmerktum flokkum þarf athugasemd að berast fyrir kl. 20 á morgun, þriðjudag, að öðrum kosti telst sameining í þeim flokkum samþykkt.

Þegar flokkar í poomsae eru sameinaðir er tekið fram hvaða form sameinaður flokkur skuli gera.

Vinsamlegast farið yfir skráningar ykkar keppenda og gangið úr skugga um að allt sé eins og á að vera.

Mótsstjórn

BM3 2016 drög að flokkaskiptingu