Helgi Rafn Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í poomsae frá næstu mánaðarmótum til haustsins 2016.  Helgi er flestum iðkendum taekwondo að góðu kunnur og hefur hann um árabil þjálfað eitt sigursælasta félag íþróttarinnar, Keflavík, og séð um þjálfun margs okkar besta landsliðsfólks.  Helgi er sjálfur margfaldur meistari bæði í poomsae og sparring og er finnst TKÍ það afar ánægjulegt að hann hafi samþykkt að ganga til liðs við landsliðið sem þjálfari þess.

Fyrsta landsliðsæfingahelgin undir stjórn nýs þjálfar verður haldin 5. til 6. mars 2016 og verða staðsetning og nánari tímasetning auglýst síðar í vikunni.   Á þeirri æfingahelgi verða ennfremur opnar æfingar fyrir þá sem hafa áhuga á að komast í landsliðið og hvetja TKÍ og nýráðinn þjálfari sem flesta til að mæta og reyna að vinna sér inn sæti í landsliðhópi Íslands í poomsae. Allir þeir sem voru í lið síðasta haust halda að sjálfsögðu sínu sæti innan liðsins.

Tímasetningar annarra æfingahelga verða sem hér segir (þó með þeim fyrirvara að landsliðsverkefni geta hnikað þeim til):

9-10. apríl

7-8. maí

11-12. júní

16-17 júlí

13-14 ágúst

 

Stjórn TKÍ