Helgina 11. – 13. september verða landsliðsæfingar í sparring samhliða úrtökum fyrir landsliðið í vetur.  Eftir þessa æfingu verða valdir keppendur til að fara á EM junior í Lettlandi og undir 21 árs í Rúmeníu.  Ennfremur verður valið í senior hóp sem sett hefur stefnuna á forkeppni ÓL í Tyrklandi.

Þessar æfingar eru grunnforsenda þess að komast í landsliðið og mælst er sterklega til þess að þjálfarar þeirra keppenda sem ætla sér í landsliðið mæti ennfremur á æfingarnar.  Það er mikilvægt að þjálfarar einstakra keppenda mæti á landsliðsæfingar til að geta fylgt áætlun landsliðsþjálfarans á milli þess sem landsliðsæfingar eru haldnar.  Iðkendur sem ekki mæta á úrtökurnar á ofangreindum dagsetningum geta ekki vænst þess að vera gjaldgengir í landsliðið.  Við hvetjum því sem flesta til að mæta.

Æfingin 11. september verður í Keflavík og æfingarnar 12. og 13. september verða hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ, nánari tímasetningar verða auglýstar um helgina.

Við hlökkum til að sjá ykkur :)

Stjórn TKÍ