Svartbeltispróf á vegum Taekwondosambands Íslands júní 2015.
Þeir klúbbar sem hafa áhuga á að taka þátt, eða þeir klúbbar sem eiga ekki sinn Meistara til að gráða, geta sótt um að vera með, sjá hér fyrir neðan allar upplýsingar.
Næsta dagsetning er sett 6.júní, Þær deildir sem að hafa áhuga á að vera með þurfa að senda lista yfir hugsanlega próftaka og greiða staðfestingargjald sem er kr.15.000,- fyrir 15. Janúar 2015. Lokagreiðsla þarf að berast svo fyrir 1.apríl 2015. staðfestingargjald dregst frá prófverði þegar lokagreiðsla fer fram. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt ef einstaklingur hættir við.
Hver deild sér um að rukka inn fyrir sinn próftaka og senda eina greiðslu á TKI með sundurliðað skjal fyrir hverja er verið að greiða. Þetta á við bæði staðfestingargjald og einnig lokagreiðslu. Ef TKI þarf að afboða viðburð vegna óhjákomandi ástæðna, verður endurgreitt af fullu það gjald sem búið er að greiða.
Ath. Dagsetning getur breyst miðað við þáttakendur og prófdómara. Beltakröfur eru þær sömu og hafa verið síðustu ár.
Sjá allar upplýsingar.
Verð:
- 1.dan 45.000.-
- 2.dan 47.500.-
- 3.dan 51.000.-
- 4.dan 55.000.-
ATH verð er miðað við kostnað 2014, getur breyst.
Innifalið í gjaldi er:
- Erlendur Prófdómari.
- Dan skirteini.
- Myndartaka á meðan prófinu stendur og profile mynd fyrir eða eftir próf.
- Spítur og Múrsteinar (eins og er er verið að vinna að þessu)
Þetta þarf hver deild að skaffa sjálf:
- Svartbeltisgalla (ef á við)
- Belti merkt nafni, klúbb, rönd (það sem á við)
- Múrsteina og spítur fyrir prófið 2015 ?. Það verður sendur út staðall og hvar sé hægt að kaupa.
Hefð fyrir hátíðarkvöldverði.
Hátíðakvöldverður verður sameiginlegur, en á vegum hvers og eins að greiða, gestir eru velkomnir en það verður settur skráningarfrestur. (próftakar fá upplýsingar varðandi kvöldverð seinna) Sjálfboðaliðar vel þegnir að sjá um að panta veitingarstað fyrir hátíðarkvöldverð.
Endurgreiðsla vegna svartbeltis.
- Ef að próftaki veikist fyrir próf getur hann fengið að taka prófið á ári liðnu. Þegar hann fer síðan í próf að ári liðinu þá þarf próftaki eingöngu að borga staðfestingargjald.
- Fall á prófi. Ef að nemandi fellur á prófi þá hefur hann rétt á að geta tekið prófið uppá nýju eftir ár og fær 40% afslátt af prófinu. Deildir eru hvattar til að senda ekki óundirbúna próftaka.
Prófdómarar geta þó í undantekningatilfellum gefið iðkendum kost á endurtökuprófi án endurgjalds ef þannig ber undir.
Stjórn TKI áskilur sér rétt á að taka einstök mál fyrir ef þurfa þykir.
Prófkröfur: prófinu verður skipt niður á tvo daga, Þrekpróf og aðalpróf. Upplýsingar um prófkröfur koma seinna. En þær verða með sama sniði og hefur verið á síðustu svartbeltum á vegum TKI.
Með kveðju
Stjórn Taekwondosamband Íslands