Kristmundur komst áfram eftir að hafa sigrað keppanda frá Ástralíu 5-1. Hann stjórnaði bardaganum frá upphafi og barðist af miklu öryggi. Í öðrum bardaga fór hann á móti Tyrklandi en ekki Líbíu eins og áður hafði komið fram. Tyrkneski keppandinn var mjög sterkur og einn af þeim bestu í flokknum. Kristmundur öðlaðist mikla reynslu á þessu móti sem er hans fyrsta mót utan Evrópu. Landsliðsþjálfari íslenska sparring landsliðsins, Meisam Rafiei, sagði í morgun að Kristmundur er mjög ungur og á nóg eftir. Þetta mót gerir hann að ákveðnari og sterkari keppanda síðar meir.