Íslenska poomsaelandsliðið hélt til Gent í Belgíu um síðastliðna helgi til að keppa á Belgian Open. Belgian Open er mjög sterkt og stórt mót. Að þessu sinni voru 315 manns skráðir í poomsae í A, B og C flokkum.

Keppt var samkvæmt nýjustu reglum WTF.

Fimm keppendur kepptu fyrir Íslands hönd í fjórum mismunandi flokkum. Írunn Ketilsdóttir keppti í fyrsta sinn í flokknum Master I þar sem tvö hærri poomsae bætast við þau form sem dregið er úr. Írunn stóð sig með stakri prýði og hreppti 5. sætið í sínum flokki. Karl Jóhann Garðarsson keppti í Senior II en komst því miður ekki upp úr undanúrslitum og endaði í 11. sæti. Sveinborg Katla Daníelsdóttir keppti í Junior og var þetta hennar fyrsta mót erlendis. Hún keppti í stórum og sterkum flokki og stóð sig mjög vel. Sveinborg fékk 17. sætið. Sigríður Stefanía Hlynsdóttir og Hulda Rún Jónsdóttir kepptu í Senior I sem var stærsti og sterkasti flokkurinn á mótinu með 33 keppendur. Þær höfnuðu í 28. og 26. sæti.

Einnig kepptu Írunn og Karl saman í parapoomsae og lentu þar í 5. sæti. Hulda, Sigríður og Sveinborg tóku einnig þátt í hópakeppni.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í poomsaeliðinu undanfarin misseri og klifra meðlimir þess hægt og rólega upp metorðastigann og nær bestu poomsaekeppendum í evrópu.

Results Syncron saturday A-Class

Results Pair saturday A-Class

Results Individual saturday A-Class