Flestar Taekwondo deildir halda úti eigin heimasíðu til að miðla upplýsingum til iðkenda og aðstandenda. Margar þeirra hafa mjög takmarkað frelsi til að setja inn eigið efni á vefsíðu sem haldið er úti af félaginu sem þau tilheyra og sumar deildir hafa jafnvel ekki aðgang og þurfa að senda póst á millilið sem sér um allt efni sem þar fer inn.

TKÍ vil því bjóða öllum félögum vefsvæði ásamt undirléni gjaldfrjálst. Dæmi um undirlén t.d. http://grindavik.tki.is. Félög þyrftu að sjá um að halda úti vefnum og uppfæra hann sjálf. Hægt er að fá aðstoð frá vefstjóra TKÍ, Jóni Levy, við að setja upp vefinn.

Einnig vil TKÍ bjóða öllum deildum netfang ef þau kjósa þess. Netfangið væri með sama sniði, t.d. grindavik@tki.is.

Hægt er að hafa samband við vefstjóra fyrir frekari upplýsingar um vefmál á netfangið vefstjori (hjá) tki.is