Fyrsta æfingahelgi U&E liðsins í poomsae verður haldin helgina 18. og 19. febrúar í æfingahúsnæði Ármanns að Laugarbóli. Í byrjun æfingahelgarinnar verður haldin úrtökuæfing fyrir þá sem ekki sáu sér fært að mæta á síðustu úrtökur liðsins.
Einnig verða æfingar fyrir junior/senior liðið sömu helgi.
Sé áhugi fyrir hendi er mögulegt að halda úrtökuæfingu fyrir 15 ára og eldri. Áhugasamir sendi póst á taeknilandslid@gmail.com.
Dagskrá og nánari upplýsingar koma síðar.