Annað mót bikarmótaraðar TKÍ 2011 – 2012 fór fram helgina 21. – 22. janúar. Mótið gekk vonum framar en 120 keppendur voru skráðir á laugardeginum og 73 á sunnudeginum. Taekwondodeild ÍR þakkar öllum þeim sem að mótinu komu fyrir hjálpina.
Veitt voru verðlaun í öllum flokkum auk verðlauna fyrir keppendur mótsins og félag móts, sem að þessu sinni var Keflavík.
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með góðan árangur.