Haldnar verða nokkrar opnar úrtökuæfingar fyrir landsliðið í Kyorugi, í Skelli, bardagalistasal Ármenninga. Allir iðkendur, 14 ára og eldri, blátt belti og hærra(nema með undanþágu frá landsliðsþjálfara) og hafa brennandi áhuga á að taka þátt í bardagamiðuðum æfingum eru velkomnir á úrtökurnar. Ekki þarf að mæta í dobok en mæta í æfingafötum og með ALLAR hlífar. Brynjur og hjálmar eru á staðnum.
Æfingaprógramið verður þannig að það verða æfingar á þriðjudagskvöldum kl. 19-21 og á laugardögum kl. 11.30-13, fram að jólum. Æfingin 1. október fellur niður vegna keppnisferðar núverandi landsliðs á British open.
Úrtökuæfingarnar verða 5. Sú fyrsta er 27. September, síðan 4. október, 8. október, 11. október og loks 15 október. Allir þeir sem vilja komast í liðið verða að mæta á alla vega 3 æfingar og láta landsliðsþjálfara vita fyrir hverja æfingu sem þeir komast ekki á, með sms eða e-maili. Ef ekki er notað þetta tækifæri til þess að komast í landsliðshópinn þá er næsta tækifæri eftir Norðurlandamótið í janúar. Allir sem hafa í hyggju að mæta eiga að senda Meisam e-mail með nafni, kennitölu, þyngd og frá hvað félagi þeir koma. Iðkendur athugið að þið eigið að hafa samráð við þjálfar ykkar varðandi að mæta á landsliðsæfingarnar. Liðið verður skorið niður eftir síðustu úrtökuæfinguna og einnig skipt niður í A og B lið.
Meisam landsliðaþjálfari er þrefaldur heimsmeistari og hefur unnið fjölmörg A-styrkleika mót og topp klassa þjálfari sem hefur æft með íranska landsliðinu frá 13 ára aldri og allt þangað til hann kom til Íslands 23. ára. Fyrir þá sem ekki vita þá er Íran núverandi heimsmeistari landsliða frá því síðast vor. Til þess að hafa samband við Meisam er e-mail: meisambandari@yahoo.com og GSM: 777-4016. Einnig er hægt að hafa samband við Arnar varðandi upplýsingar, e-mail: arnarb04@ru.is
Bestu kveðjur.
TKÍ og Meisam