Kæru TKD félagar,
Gulleik Løvskar tók 3. dan gráðu og Sigríður Lilja og Sólrún Svava Skúladætur tóku svart belti (1. dan) í Kóreu þann 7. júlí s.l. Prófið var tekið hjá Grandmaster Choi 9. dan sem einnig gráðar marga dani og tóku tveir danameistarar 7. dan, þeir Benny Olesen (Son Taekwondo) og Hans-Erik Steffensen (Viby). Prófið var tekið í þjálfunarskóla fyrir unga hermenn í Hwarang-do sem er einstakt tækifæri og ógleymanlegt fyrir bæði próftaka og aðra gesti – alveg mögnuð kvöldstund! Þeim gekk öllum vel og stóðu sig mjög vel, við erum mjög stolt af þeim og er þetta mikill fengur fyri rfélagið. Fyrsta æfing með ný belti var í Kukkiwon með Master Lee sem kennara, en hann er meðlimur í sýningarliði Kukkiwon, alveg frábær kennari.
Til hamingju með nýju gráðurnar, þið berið ykkur afar vel.