Komið þið sælir forsvarsmenn taekwondodeilda,
Nú í vetur verður mikið um að vera í íþróttinni líkt og undangengin ár og munu verða haldin 7 mót á vegum TKÍ. Bikarmótaröðin með sínum þremur mótum verður á sínum stað auk Íslandsmótanna í formum og bardaga, en til viðbótar mun TKÍ verða aftur þátttakandi í Reykjavik International Games 2014 og svo má ekki gleyma Norðurlandamótinu sem fer fram í byrjun júní á næsta ári.
Dagsetningar mótanna eru sem hér segir:
Íslandsmótið í formum: 3. nóvember 2013 (Til vara 10. nóvember 2013)
Bikarmót I: 30.nóvember- 1. desember 2013
Reykjavik International Games: 18-19. janúar 2014
Bikarmót II: 15-16. febrúar 2014
Íslandsmótið í bardaga: 15 mars 2014 (Til var 22. mars 2014)
Bikarmót III: 12-13 apríl 2014
Norðurlandamótið í taekwondo: 31. maí til 1. júní 2014 (til vara er24.-25maí eða 8-9 júní 2014) því miður ekki kominn endanleg dagsetning en verður
Mótahald og vinna á mótum
Fyrirkomulag móta verður með svipuðu sniði og verið hefur og óskar stjórn TKÍ hér með formlega eftir sjálfboðaliðum til að halda bikarmótin og Íslandsmótin, Skila þarf inn umsókn til TKÍ á netfangið tki@tki.is fyrir 1. október.
RIG og NM eru á öðru skipulagi. Sú breyting verður á í vetur að TKÍ mun greiða því félagi sem mótið heldur fasta greiðslu, 50.000,-kr. fyrir hvern keppnisdags móts. TKÍ mun sjá um að innheimta keppnisgjöld og selja hlífar og slíkt, en veitingasala verður sem fyrr á hendi þess aðila sem mótið heldur.
Líkt og verið hefur mun stjórn TKÍ fara fram á að öll félög sem senda keppendur á mót sendi jafnframt starfsmenn á mótið til að sjá um einhver hinna óteljandi verkefna sem inna þarf af hendi til að mótin gangi farsællega upp og vill stjórnin nota þetta tækifæri til að þakka þeim ósérhlífnu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg undanfarin ár innilega fyrir starf þeirra í þágu íþróttarinnar. Fyrirkomulag þetta verður betur kynnt þegar nær dregur.
Sjá nánar í meðfylgjandi skjali:motahald veturinn 2013 2014
Einnig er meðfylgjandi dagatal TKÍ: dagatalTKI20132014
Ef nánari upplýsinga er óskað má senda fyrirspurnir á tki@tki.is einnig má koma óskum um breytingar og eða ábendingar um atriði sem betur mætti fara á sama netfang.
Reyna á að loka fyrir breytingar á dagatali TKÍ eigi síðar en 25 september 2013.
Virðingarfyllst, fyrir hönd stjórnar TKÍ
Richard Már Jónsson