Fjórir keppendur íslenska unglingalandsliðsins eru núna stödd í Rúmeníu, en næstu 4 daga fer þar fram Evrópumót 12-14 ára í taekwondo. Keppendurnir eru þau Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Ástrós Brynjarsdóttir, Bjarni Júlíus Jónsson og Helgi Valentin Arnarsson. Öll eru þau núverandi Norðurlandameistarar í sínum flokki og því um algjört úrvalslið að ræða. Með í för eru Meisam Rafiei (landsliðsþjálfari), Helgi Rafn Guðmundsson (þjálfari), Vania Koleva (foreldri), Kolbrún Guðjónsdóttir (foreldri) og Þórey Guðný Marinósdóttir (foreldri).
Liðið lagði af stað í ferðina eldsnemma á þriðjudagsmorgni í langt og strangt ferðalag. Þau komi svo til Búkarest seint að aðfarðanótt miðvikudags. Það var farið beint í bælið enda þreyta í liðinu eftir ferðalagið. Á miðvikudag var skránining keppenda og Ágúst fór í vigtun og skráningu. Hann keppir svo á fimmtudag. Ágúst er einn besti unglingakeppandinn á Íslandi í dag, en hann hefur m.a. unnið öll Bikarmót á tímabilinu. Hann keppir í 23ja manna flokki með sterkum þjóðum víðsvegar um Evrópu. Ágúst situr hjá í fyrstu umferð og keppir svo við sigurvegarann úr bardagnum á milli Hvíta Rússlands og Tyrklands. Ágúst er í góðu formi og segist vera tilbúinn í mótið, sem er án efa það sterkasta sem hann hefur tekið þátt í.
Á miðvikudeginum var líka haldið Evrópumót fatlaðra í fullorðinsflokki. Það var keppt í fötlunarflokki þeirra sem vantar á handlegg að hluta til eða alveg. Gaman var að fylgjast með bardögum þeirra, enda öflugir íþróttamenn þar á ferð.