Sæl öll.

 

Varðandi úrtökur fyrir landsliðið í Kyorugi!

Viðhöldum á næstunni nokkrar opnar úrtökuæfingar fyrir landsliðið í Kyorugi, í Skelli, bardagalistasal Ármenninga.
Allir iðkendur, 14 ára og eldri, með blátt belti og hærra (nema með undanþágu frá landsliðsþjálfara) sem hafa brennandi áhuga á að taka þátt í bardagamiðuðum æfingum eru velkomnir á úrtökurnar.

Úrtökur fyrir landsliðið verða í 4 skipti;
Það fyrsta er þann þriðjudaginn10. september,
Næsta laugardaginn14. september,
Þriðja þriðjudaginn17. September

Og fjórða laugardaginn21. September.

Þeir sem vilja komast í liðið verða að mæta á að minnsta kosti 3 af þessum æfingum og láta landsliðsþjálfara vita ef þeir komast ekki á einhverja þeirra með smsi eða tölvupósti.

Æfingar verða opnar öllum iðkendum sem telja sig tilbúna að taka að sér það verkefni að æfa með landsliði Íslands.
Þeir sem taka þátt þurfa að vera tilbúnir til þess að skila a.m.k. 50% mætingu innan hvers almanacs mánaðar, annars missa þeir sæti sitt í hópnum.Forföll vegnat.d.vinnuogveikinda eru ekki tekin gild nema í sérstökumtilfellum. Ef að meiðsli eða veikindi koma í veg fyrir að folk geti tekið þátt í æfingum þurfa þau samt sem áður að mæta á staðinn og t.d. teygja eða horfa á.
Einnig skulu landsliðsmenn keppa á öllum mótum á vegum TKÍ og öðrum innlendum mótum sem landsliðsþjálfari kynni að bæta við.
Aðsjálfsögðu á að mæta með allarhlífar, nema hjálma og brynjur, en það er nóg að vera í taekwondo buxom og  stuttermabol á taekwondoæfingum og á fitness æfingum er nóg að vera í stuttbuxum og stuttermabol.

 

Æfingastaðurinn verður æfingasalur Ármanns viðgervigrasið í Laugardal og tímarnir eru eftirfarandi:

 

Laugardagar kl. 12.00 – 13.30 eða 14.00. (Æfingarnar eru oftast 90 mínútur en stundum aðeins lengri, sérstaklega ef að rafbrynjur eru notaðar)

 

Þriðjudagur kl. 19 – 20.30 eða 21. (Æfingarnar eru oftast 90 mínútur en stundum aðeins lengri, sérstaklega ef að rafbrynjur eru notaðar)

 

Bestukveðjur.

 

Meisam Rafiei

meisambandari@yahoo.com

S: 7774016