Taekwondosamband Íslands, TKÍ, auglýsir stöðu landsliðsþjálfara í formum (poomsae) lausa til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa að minnsta kosti [2.] dan svartbelti. Ráðið verður í stöðuna til 2ja ára. Við mat á umsóknum verða eftirfarandi hlutir m.a. hafðir til hliðsjónar:
Keppnis- og þjálfunarreynsla innanlands sem utan
Tengsl við taekwondo sérsambönd annarra landa
Framtíðarsýn á þróun íþróttarinnar á Íslandi
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Richard Má Jónsson, formann TKÍ, fyrir 20. ágúst 2013 í gegnum netfangið tki@tki.is .