Dags. 29.4.2013
Íslenska landsliðið tekur þátt á Evrópumóti og A-móti í poomsae dagana 30 apríl – 3. Maí. Þetta er án efa stærsta keppni og lið sem TKÍ hefur sent á poomsae mót. Mótið fer fram á Spáni og slógu mótshaldarar tvær flugur í einu höggi og dagsettu þessi tvö mót samhliða. Evrópumótið (EM) fer fram í 11 sinn dagana 30 apríl – 2 maí og Spanish Open fer fram 3 maí. Mótið er haldið á La Nucia sem er stutt frá Benidorm og er þátttaka góð á Evrópumótið eða 321 keppendur frá 24 Evrópuríkjum og 220 á Spanish Open og 18 þjóðir. Spanish Open er A-mót fyrir allar heimsálfur en eins og nafnið gefur til kynna að þá geta eingöngu Evrópuþjóðir tekið þátt á EM.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir lið á Evrópumót og er afar mikil tilhlökkun og spenningur í liðinu. Utanumhald og framkvæmd á móti er með allt öðrum hætti en á öðrum mótum. Á Evrópumótum og heimsmeistaramótum þarf GAL keppnisleyfi, sérstakan keppnisbúning sem þarf að merkja nákvæmlega samkvæmt leiðeiningum og eru engar undantekningar. Á keppnisdegi eru keppendur aðskildir öðrum þátttakendum og áhorfendum og koma í keppnishöllina eftir uppkall þar sem gengið er frá tékki og skráningu og tekur þetta ferli um 30-60 mín. Sjónvarpsmenn eru á víð og dreif og þurfa keppendur að læra á og venjast því að hafa myndavél sem sýnir í beinni um allan heim.
A-Landslið TKÍ í poomsae – keppni á Evrópumóti og á Opna Spænska mótinu
A-landslið |
Belti |
Félag |
Flokkur (ára) |
Einstaklingsk. EM |
Parakeppni EM |
Einstaklingsk. Spanish O. |
Parakeppni Spanish O. |
Írunn Ketilsdóttir | 4 dan |
Ármann |
40-49 |
9 keppendur |
10 pör í flokknum |
10 keppendur |
7 pör í flokknum |
Karl J Garðarsson | 2 dan |
Ármann |
30-39 |
14 keppendur |
21 keppendur |
||
Haukur F Möller | 1 Dan |
Þór |
18-29 |
23 keppendur |
11 pör í flokknum |
31 keppendur |
15 pör í flokknum |
Sveinborg K Daníelsd. | 1 Dan |
Þór |
18-29 |
19 keppendur |
33 keppendur |
||
Ástrós Brynjarsdóttir | 1 P. |
Keflavík |
12-14 |
13 keppendur |
13 pör í flokknum |
15 keppendur |
6 pör í flokknum |
Svanur Þ Mikaelsson | 1 P. |
Keflavík |
12-14 |
14 keppendur |
11 keppendur |
Írunn, Svanur og Ástrós keppa í einstaklingskeppni 30 apríl. Ástrós og Svanur kl 10 og Írunn kl 12. Allir keppa svo í parakeppni á miðvikudaginn 1. Maí, Svanur og Ástrós keppa kl 10 og það gera Haukur og Sveinborg líka en Írun og Kalli keppa kl 11:50. Á Fimmtudaginn 2 maí keppa Sveinborg og Haukur kl 10 og Kalli kl 12:30.
Formin verða dregin fyrir alla flokka 29 apríl kl 18, svo lítill tími er aflögu fyrir keppnisdag á morgun.
Fylgdarmenn
Kolbrún Guðjónsdóttir (móðir Ástrósar)
Mikael Þór Halldórsson (faðir Svans)
Undirbúningur
Poomsae landsliðið hefur æft stíft undanfarnar vikur og sjáum við og finnum breytingar þó enn sé langt í land. Að keppa í poomsae er ótrúlega erfitt þar sem læra þarf mikla nákvæmni, einbeiting þarf að vera mjög góð og styrkleiki er afar mikilvægur. Að fá góð tök á tækni krefst endurtekninga og þjálfun á vöðvum og hreyfingum sem líkami og sál þarf að læra. Það er nánast ómögulegt fyrir nýliða svartbelting að ná á verðlaunapall á stórmótum án þess að hafa lært nýjustu tækni, takt, hraða og rytma. Þess vegna er afar mikilvægt að taka þátt á góðum erlendum mótum og læra það nýjasta.
Reglur
Við gerum okkur vonir um að komast í gegnum fyrstu úrtökur en reglurnar í poomsae keppni á A-mótum og stórmótum eru þannig að ef fleiri en 20 keppendur eru í einum flokki þá er hópnum skipt upp í tvo flokka sem keppa á sitt hvoru keppnisgólfi samtímis, þessir tveir flokkar keppa ekki sín á milli. Helmingur keppenda í hvorum hóp komast áfram í undanúrslit. Það komast svo 8 í úrslit. Í hverri umferð er keppt í 2 formum og gera allir sama formið í sömu röð. Ef keppandi ruglar t.d. röðinni en gerir sömu formin og átti að gera er gefin lægsta mögulega einkunn. Ef flokkur samanstendur af 19 eða færri keppendur er keppt í undanúrslitum og komast 8 í úrslit. Þetta fyrirkomulag veldur því að aldrei eru gerð fleiri en 6 form í hverri keppni en alls eru 8 form í pottinum.
Áfram Ísland
Írunn Ketilsdóttir, landsliðsþjálfari