Síðasta bikarmótið fyrir veturinn 2012-2013
Bikarmótið verður haldið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ (kort http://ja.is/kort/?q=%C3%8D%C3%BEr%C3%B3ttah%C3%BAs%20Keflav%C3%ADkur%2C%20Sunnubraut%2034&x=325819&y=393107&z=8&type=map) 4 og 5. maí næstkomandi. Mótið hefst kl 10:00. Yngsti hópurinn (11 ára og yngri á mótsdag) keppir á laugardeginum á þrem gólfum, einu poomsae og tveimur sparring. Á sunnudeginum keppa allir sem eru 12 ára og eldri (cadet, junior, senior og superior). Mótstjórn áskilur sér rétt til að breyta þessu fyrirkomulagi í samræmi við skráningar.
Mótsfyrirkomulag verður eins og verið hefur á bikarmótum.
Í yngri flokkunum á laugardag verður leitast við að skipta keppendum í 4 manna hópa sem keppa í sparring en í poomsae keppa tveir hópar saman (8 iðkendur eða fleiri). Þetta verður þó viðmið og gætu flokkastærðir breyst eftir skráningu og hugsanlegum forföllum. Verðlaunaafhending fer fram eftir keppni í hverjum flokki.
Á sunnudeginum verður leitast við að fara eftir reglum WTF í flokka skiptingu og mótsfyrirkomulagi, svo framarlega sem það er hægt, bæði í sparring og poomsae. Ávallt hefur verið þörf á sameiningum í flokkana og því áskilur móstjórn sér þann rétt að sameina fámenna flokka eins og áður hefur verið gert. Verðlaunaafhending fer fram í mótslok og þá verða einnig veit verðlaun fyrir bestu keppendur og besta lið bikarmótsins.
Skráningafrestur er til kl 23:59 föstudaginn 26. apríl. Stefnt er að því að birta alla keppnisflokka daginn fyrir mótið.
Keppendur greiða sínu félagi keppnisgjöldin (1500 fyrir 11 ára og yngri og 2500 fyrir 12 ára+), og félagið leggur svo alla upphæðina inn á reikning 0121-26-5774 kt. 501002-2750 fyrir kl 23:59 mánudaginn 29 apríl. Félög skulu greiða þátttökugjöldin fyrir alla sína keppendur í einu inn á bankareikning: Einstakir keppendur skulu EKKI millifæra á reikninginn.
Engin formleg vigtun verður, en vigt verður á staðnum og áskilur mótstjórn sér rétt til að vigta einstaka keppendur, sé talin ástæða til eða að upp komi kvartanir.
Einnig þarf að koma fram hvort viðkomandi ætlar að keppa í bæði poomsae og sparring eða bara í annarri greininni.