6 íslenskir taekwondo kappar eru nú staddir á æfingabúðum í Vrsac, Serbíu. Þar eru samankomnir um 500 keppendur frá Króatíu, Svíþjóð, Svartfjallalandi, Búlgaríu, Swiss, Íslandi og fleiri þjóðum til að taka þátt í Millennium Open mótinu. Serbnesku landsliðsþjálfararnir sjá um æfingabúðir í vikunni fyrir mótið. Serbía er í dag ein sterksta taekwondo þjóð í Evrópu og eiga meðal annars gullverðlaunahafa frá síðustu Ólympíuleikum. Landsliðsþjálfari Serbíu kom til Íslands fyrr á árinu með tvo af sínum bestu keppendum til að halda æfingabúðir og keppa á Reykjavíkurleikunum. Íslenska liðið kom til Serbíu á mánudag og hefur síðan verið við æfingar með hópnum. Æft er tvisvar á dag en einnig geta keppendur farið í baðhús til slökunar og sótt fyrirlestur um andlega þjálfun íþróttamanna. Á föstudag verður svo vigtun og svo keppa fjórir Íslendingar á laugardag. 


Íslenski hópurinn
Meisam Rafiei landsliðsþjálfari, Afturelding
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir landsliðskona, Selfosss
Kristmundur Gíslason landsliðsmaður, Keflavík
Karel Bergmann Gunnarsson landsliðsmaður, Keflavík
Haukur Skúlason taekwondosamband Íslands, Afturelding
Helgi Rafn Guðmundsson, Keflavík

Strax á mánudag halda þau Kristmundur og Ingibjörg ásamt Meisam landsliðsþjálfara til Moldavíu að keppa á Evrópumeistaramóti undir 21 árs aldri.