Sælir taekwondo iðkendur, áhugafólk um taekwondo og aðrir fylgdarmenn.

Nú er dagskrá og fyrirkomulag árshátíðar TKÍ 2013 orðin nokkuð ljós, og stefnir í geðveika veizlu.

Árshátíðin verður sem sagt haldin í skíðaskála Ármenninga í Bláfjöllum. Það verður rútuferð úr bænum, frá Ármanni við gervigrasið og fer hún af stað kl.18.30. Verður einnig stoppað til þess að taka upp farþega í Norðlingaholti á bílaplaninu við Rauðavatn, við þjóðveginn. Einnig fer Gunna á stórum bíl frá Selfossi og Keflvíkingar hópa sig saman í bíla.

Á staðnum verður byrjað að borða um leið og kokkurinn, Ingó frá Kolabrautinni í Perlunni, er búinn að gera sig kláran, og fylgir glæsilegur hátíðarmatseðill hér fyrir neðan.

Eftir matinn tekur Sigursveinn Þór Árnason, a.k.a. Svenni Þór, við keflinu og sér um lifandi tónlist það sem eftir er kvöldsins. Mun hann leika tónlist úr ýmsum áttum og alveg eins líklegt að hann geti tekið einhver óskalög, ef vel er beðið og kaldur öl fylgir J

Þegar Svenni tekur pásur til þess að ná andanum verða þvílíkar keppnisgreinar keyrðar og fara sigurvegaranir með glæsileg verðlaun af hólmi. Stór spurning hvort mótið verður meira spennandi árshátiðarmótið eða Íslandsmeistaramótið sem er núna um helgina.

Kl. 1.00 verður staðurinn yfirgefinn og mun rútan skutla hópnum til baka og einnig í miðbæinn fyrir þá sem að verða ekki komnir með nóg þegar veizlan er búin.

Gjaldið fyrir allt þetta er aðeins kr. 6.000,- á manninn. Gos verður til staðar en fólk kemur sjáft með sitt öl. Þó verða einhverjar neyðarbirgðir af bjór á staðnum sem verða seldar á kostnaðarverði. Ekki treysta samt á að sá bjór dugi fyrir kvöldið.

Fólk þarf að skrá sig og láta vita hvort að það taki aðalréttinn eða grænmetismatseðilinn eigi síðar en en á sunnudaginn 17. Mars. Eftir það er of seint að skrá sig. Hvert félag skilar inn skráningum og rukkar sitt fólk. Ef að aðeins eru örfáir sem vilja koma frá einhverjum félögum og enginn til þess að sjá um skráningar sendið þá skráningar á arnartkd@gmail.com og þið fáið leiðbeiningar um hvernig þið greiðið.

Matseðill kvöldsins:

Forréttur:

Nauta carpacio með parmesan osti og balsamico dressingu.

Salat fyrir grænmetisætur.

 

Aðalréttur:

Lambalæri með bökuðum kartöflubátum, grænmetisblanda, salat, bernaise sósa og sveppasósa.

Grænmetisætur fá mjög góðan blómkálsrétt í staðin fyrir Lambið og síðan er flott grænmeti í grænmetisblöndunni.

 

Eftirréttur:

Súkkulaði kaka og vanillu ís.

Ávextir fyrir grænmetisætur ef þess er óskað í staðinn.