Hér að neðan er Dagskrá Reykjarvíkurleikanna endliga komið þessu á ykkar fólk.
Reykjavík International Games eða Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir
eru nú haldnir í sjötta sinn en þeir eru haldnir árlega í janúar.
Á leikunum er keppt í átján íþróttagreinum og fer keppnin að mestu
fram í Laugardalnum.
Greinar sem keppt er í að þessu sinni eru:
Kraftlyftingar
Listhlaup á skautum
Ólympískar lyftingar
Skylmingar
Skvass
Sund
Sund fatlaðra
Taekwondo
Þríþraut
Badminton
Bogfimi
Borðtennis
Dans
Fimleikar
Frjálsar íþróttir
Júdó
Karate
Keila
Allar nánari upplýsingar um mótið og viðburði því tengdu má finna á www.rig.is