Fyrir RIG keppendur er í boði að taka þátt í OFURMANNAKEPPNI RIG 2013.
Mótið er fyrir aldurinn 13-20 ára. 4 eru í einu lið og má ekki vera fleiri né færri.
Ofurmannakeppnin fer fram sunnudagskvöldið kl 19:30 í innilaug Laugardalshallar.
Það kostar ekkert að taka þátt. Sjá hér video og myndir frá keppninni í fyrra.
Um ræðir eftirfarandi greinar:
Sleiptog
Reiptog í 15 sm djúpu vatni á lyftum laugarbotni í austurenda innilaugar. Útsláttarkeppni, 4 í liði
Koddaslagur
Koddaslagur á brú eða pramma. Útsláttarkeppni, 1 keppandi fyrir lið
Kuldapollur
Farið ofan í ísbað upp að höku. Boðbað með fullu liði, tímataka
Fjórþraut
Fjögra greina þrautabraut, rennibraut, dýfing eða körfuskot, hlaup í vatni og jakahlaup í útilaug. Fjórföld boðþraut með fullu liði, tímataka.
Ofurmannakeppni Reykjavíkur fer fram í Sundlaugapartíi RIG – Reykjavíkurleikanna í Laugardalslaug sunnudaginn 20. janúar kl 19:30.
Skráning fer fram á netfanginu irunn@isb.is
Ganga þarf frá skráningu fyrir kl 18:00 þriðjudaginn 15. janúar
Áfram RIG 2013