Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ákveðið að styrkja æfingabúðir TKÍ í aðdraganda Reykjavík International Games (RIG) af miklum myndarskap og sökum þess hefur stjórn TKÍ ákveðið að lækka þátttökugjaldið í búðirnar í 1.000 krónur, óháð því hversu oft iðkendur vilja mæta. Fyrir þá iðkendur sem skráðir eru til leiks í RIG og hafa greitt þátttökugjald sitt þar verða æfingabúðirnar innifaldar í keppnisgjöldum. Þess utan munu allir sem mæta í æfingabúðirnar fá sérmerkta boli.
Við viljum þakka Alvogen sérstaklega vel fyrir þá aðstoð sem fyrirtækið veitir sambandinu og sá stuðningur gerir enn fleirum kleift að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði og njóta leiðsagnar eins fremsta taekwondofólks heimsins í dag.