Edina Lents verður með námskeið í poomsae dómgæslu

Námskeiðið fer fram á fimmtudagskvöldi og föstudagskvöldi 1-2 nóvember, gegn vægu gjaldi. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi Ármanns í laugardal, Engjavegi 7. Hvert félag sem hyggst taka þátt á Íslandsmótinu er hvatt til að senda iðkendur á námskeiðið, óskað er eftir háum beltum en iðkendur með læri belti eru einnig velkomnir. Farið verður yfir WTF stigakerfið, reglur og framkvæmd. Einnig verða teknar æfingar á námskeiðinu, þátttakendur eru því beðnir um að mæta með dobok, penna og blað.

Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir hvern þátttakenda.