Kæru formenn og þjálfarar TKD félaga.
Núna er starfið hjá Ungum & Efnilegum veturinn 2012 – 2013 hafið og fyrsta æfingahelgin var um helgina í Aftureldingu.
En aðal ástæðan fyrir því að við erum að senda þetta á ykkur núna er sú að við höfum helst viljað halda æfingahelgarnar í sem flestum félögum þannig krakkarnir kynnist dojang hinna félaganna og að flestir krakkarnir fái að vera á heimavelli einhvern tímann og þannig eins og hin séu að koma í heimsókn til þeirra.
Aðeins eru 2 vikur í næstu æfingahelgi og því væri gott ef að eitthvað félag, sem hefur tök á að hýsa fyrstu æfingahelgina, myndi hafa samband sem fyrst þannig að við getum auglýst staðsetningu og dagskrá sem allra fyrst. Því fyrr sem hægt er að skipuleggja helgina því betra.
Hér eru tímasetningarnar sem að um ræðir í vetur. Endilega finnið helgar sem að henta ykkar félagi og látið mig vita. Gott væri að fá tillögur um 2 helgar frá félögum með gott aðgengi að húsnæði en 1 helgi frá þeim sem að eiga erfiðara um vik.
Hér eru dagsetingarnar sem að um ræðir:
06.-07. október.
10.-11. nóvember.
08.-09. desember.
12.-13. janúar.
02.-03. febrúar.
09.-10. mars.
13.-14. apríl.
11.-12. maí.
Stefnan er að skipuleggja æfingahelgarnar fram á vorið og sendið því e-mail um þær helgar sem að þið mynduð vilja fá til ykkar félaga. Mögulegt er að gera tillögu að öðrum dagsetningum sem við myndum þá skoða með hliðsjón að öðrum viðburðum. Eins gætum við þurft að færa einhverjar dagsetningar til ef að Meisam reynist síðar upptekinn á plönuðum æfingahelgum.
Vinsamlegarst sendið óskir um að hýsa æfingahelgar á arnarb04@ru.is
F.h. Meisam og TKÍ.
Arnar Bragason