Sæl öll,

Næstu helgi fara fram æfingabúðir og úrtökur fyrir Unga & Efnilega og Landsliðið í Pomsae.

15/9 Laugardagur:
14:30-16:00       Allir, bæði U&E og Landsliðið

16/9 Sunnudagur:
10:00-11:00      Allir (U&E og Landsliðið)
11:15-12:30      U&E

Æft verður í íþróttahúsi Ármanns (Skelli, Laugabóli), Laugardal.

Allir eru hvattir til að mæta og spreyta sig.

Landslið Íslands í Poomsae mun æfa á fimmtudögum kl 19:00-20:30 – æft í Ármann, Laugardal.

Æfingahelgar verða einu sinni í mánuði (sjá nánar á vef TKÍ, breytingar verða tilkynntar eins fljótt og hægt er) og munu þá bæði liðin (U&O og Landsliðið)æfa saman og sér. Reglulega verða haldnar úrtökuæfingar og er krafist amk 50% mætingaskyldu. Nauðsynlegt er að tilkynna þjálfara forföll með því að hringja (s: 844 4249) eða senda póst á netfangið taeknilandslid@gmail.com . Sömu reglur gilda fyirr þessa hópa og hjá Sparring landsliðinu, þ.e. gild forföll eru ekki veikindi eða vinna. Skylda er að mæta á mót á vegum TKÍ (sbr Bikarmót 1-3 og Íslandsmót í poomsae).

Írunn Ketilsdóttir
Landsliðsþjálfari í Poomsae