Í fyrsta sinn verður Taekwondo keppnisgrein á unglingalandsmóti UMFÍ.
Endilega minnið ykkar iðkendur á þennan viðburð og hvetjið sem flesta til að koma og taka þátt. Unglingalandsmót er fyrir keppendur á aldrinum 11 til 18 ára
Keppni í taekwondo er á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgina og því tilvalið að koma við á Selfossi og taka þátt í þessum viðburði.
Búist er við allt að 2.500 keppendum í hinum ýmsu keppnisgreinum en búist er við að allt að 15 til 20 þús gestum þessa helgina á Selfossi.
Nánari upplýsingar er að finna inni á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is