TKÍ óskar eftir félagi/félögum til að sjá um mótshald á Bikarmóti III. Áætluð tímasetning er 21 og 22. Apríl 2012.
Mótshaldari útvegar eftirfarandi hluti:
- Húsnæði fyrir mótið
- Mótsstjóra
- Yfirdómara
- Keppnisgólf
Dómarar:
Félög eru skyldug til að senda 1 C dómara fyrir allt að 5 keppendur, 2C + 1B dómara fyrir 6-10 keppendur, 3C + 2 B dómara fyrir 11-20 keppendur, 4C + 3 B dómara fyrir 21-30 keppendur, 5C + 4B dómara fyrir fleiri en 30 keppendur Mótshaldarar skulu sjá til þess að félög sendi dómara. Þau félög sem ekki senda dómara greiða sekt 5000 kr, sem gengur upp í mótskostnað. Einnig skulu mótshaldarar skipuleggja dómaramál þ.a. a.m.k. 5 dómarar séu á hverju gólfi og frá eins mörgum félögum og við verður komið.
Mótsfyrirkomulag:
Sama fyrirkomulag og á bikarmóti I of II, keppt í cadet flokki er á laugardegi og á sunnudegi er keppt í minior, junior, senior og superior. bæði í poomsae og kyorugi.
TKÍ skaffar allar medalíur og verðlaunagripi gegn því að mótshaldari haldi mótsgjöldum í lágmarki. nánari lýsing á mótsfyrirkomulagi er hægt að fá hjá stjórn TKÍ.
Umsóknarfrestur er til 12. Febrúar og skal umsókn sendast á tki@tki.is Tilkynnt verður um val eftir fund stjórnar 16 febrúar