Eftirfarandi form voru dregin:

Rauðbeltisflokkar (4. – 1. kup)
1. Umferð: Pal-jang
2. Umferð: Oh-jang
Dan flokkar (1. Dan+ )
1. Umferð: Taebaek
2. Umferð: Koryo
Ég vil minna á fyrirkomulag dómaramála á laugardeginum.
Félögum verða úthlutaðir stólar hornadómara. Mögulega verða nokkur félög saman með stóla en það ræðst af þáttöku. Hornadómarar þurfa ekki að hafa dómararéttindi og því um að gera að leyfa foreldrum og öðrum að taka þátt.
Sú breyting verður frá því á Bikarmóti I, að rafbrynjur munu verða notaðar í öllum flokkum, líka á laugardeginum. Hausspörk eru bönnuð hjá cadet og því er það eina hlutverk hornadómara á laugardeginum að gefa stig fyrir snúningsspörk.
Jóhann Gíslason (joigisla@gmail.com) sér um utanumhald sparringhluta mótsins.
Hulda Rún Jónsdóttir (hrj11@hi.is) verður yfirdómari í poomsae.
Ef spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurn á sigridursh@gmail.com