Ungir og efnilegir, Kyorugi
Fyrstu æfingabúðir vetrarins fyrir unga og efnilega verða haldnar í íþróttahúsi Aftureldingar um næstu helgi, 15.-16. október. Úrtökurnar eru á þriðjudag og fimmtudag, þannig að þeir sem ætla að reyna að komast í hópinn þyrftu að taka frá tímann í kringum hádegið báða dagana.
Dagskráin er þannig:
Laugardagur: Æfing frá 10.00-11.15 og síðan frá 12.45-14.00
Sunnudagur: Æfing frá 10.00-11.30 og síðan frá 12.30-13.45
Athugið að þessar æfingabúðir eru aðeins fyrir þá sem að mæta í úrtökurnar og komast í hópinn. Það verður tilkynnt á fimmtudaginn eftir seinni úrtökuæfinguna hverjir komast í hópinn að þessu sinni. Við hvetjum alla þjálfara og foreldra barna, sem hafa áhuga og metnað til þess að komast langt í íþróttinni, að hvetja krakkana til þess að mæta. Þau munu æfa í góðum hópi undir leiðsögn heimsklassa keppnismanns og annarra meðlima íslenska landsliðsins.
Meisam landsliðaþjálfari, sem einnig sér um unga og efniega, er þrefaldur heimsmeistari og hefur unnið fjölmörg A-styrkleika mót og topp klassa þjálfari sem hefur æft með íranska landsliðinu frá 13 ára aldri og allt þangað til hann kom til Íslands 23. ára. Fyrir þá sem ekki vita þá er Íran núverandi heimsmeistari landsliða frá því síðast vor. Til þess að hafa samband við Meisam er e-mail: meisambandari@yahoo.com<mailto:meisambandari@yahoo.com> og GSM: 777-4016. Einnig er hægt að hafa samband við Arnar varðandi upplýsingar, e-mail: arnarb04@ru.is<mailto:arnarb04@ru.is>
Bestu kveðjur.
TKÍ og Meisam