Síðastliðna helgi stóð TKÍ fyrir æfingahelgi með Master Nuno Damaso, 6. dan. Góð mæting var á æfingar og vill stjórn TKÍ þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á æfingar hjá þessum frábæra þjálfara. Jafnframt vill stjórnin þakka Taekwondodeild Ármanns fyrir afnot af æfingaaðstöðu og ómetanlega hjálp um helgina.