Helgina 10. og 11. september verða haldnar úrtökuæfingar fyrir landsliðið í poomsae. Æfingarnar verða haldnar í æfingahúsnæði Ármanns að Laugabóli í Laugardalnum.

Bæði verður valið í A og B landslið (junior/senior) ásamt því að valið verður í U&E hóp.

Nánari upplýsingar og dagskrá helgarinnar koma síðar.